Á hluthafafundi í Búsæld, félagi í eigu bænda á Norðausturlandi var því hafnað í gær að selja Norðlenska til Kjarnafæðis. Þessu greinir RÚV frá.

Eins og VB.is greindi frá var í gær var talið líklegt að Búsæld myndi hafna tilboði Kjarnafæðis sem bauð 750 milljónir í allt hlutafé kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska.

Niðurstaða kosninga á hluthafafundinum var afgerandi, 70% hluthafa voru andvígir sölu, já sögðu 16% og auðir seðlar voru um 14%. Sumir félagsmanna, sér í lagi svínabændur hafa viljað sameina Norðlenska og Kjarnafæði til að draga úr kostnaði.