Norðlenska hefur hlotið gullmerki Jafnlaunaúttektar PricewaterhouseCoopers. PwC gerði jafnlaunaúttektina að beiðni Norðlenska. Launagögn voru greind m.a. með tilliti til aldurs, starfsaldurs, menntunar og eðli starfa. Niðurstaðan leiddi í ljós að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Norðlenska er einungis 2,7%. Óútskýrður launamunur má að hámarki vera 3,5%, að því er segir á vef Norðlenska.

„Þetta eru gleðileg tíðindi og staðfestir að hjá Norðlenska er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi við launaákvarðanir. Niðurstaðan hvetur okkur til að vinna áfram með sama hætti,” segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, á vefsíðu fyrirtækisins .