Norðmenn höfðu um tveggja ára skeið átt í viðræðum við Apple um mögulega byggingu gagnavers þar í landi og munu viðræðurnar hafa verið komnar á það stig að nánast hafi verið búið að opna kampavínsflöskurnar þegar greint var frá því að Apple hefði ákveðið að reisa gagnaver í Danmörku og á Írlandi í stað Noregs. Skýrir það að hluta til hversu hörð viðbrögð norskra hagsmunaaðila voru við fréttunum á sínum tíma.

Í frétt vefsins digi.no kemur fram að hagsmunaaðilar í Noregi höfðu unnið hörðum höndum að því að fá gagnaver Apple til landsins, en lögfræðistofa sem var að vinna fyrir „stóran alþjóðlegan aðila“ hafði samband við hagsmunasamtök upplýsinga- og samskiptageirans í Noregi, IKT-Norge, og vildi ræða möguleika á því að reisa gagnaverið þar í landi.

Aðalritari IKT-Norge, Per MortenHoff, segir að hann hafi hvorki vitað að Apple ætti í hlut, né að Noregur hefði tapað fyrir Danmörku, fyrr en greint var frá fjárfestingarsamningnum í febrúarlok.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .