Olíufélög sem starfa við strendur Noregs hafa það sem af er ári ekki enn fundið olíu eða gas. Borað hefur verið á fjórum stöðum norðanmegin við landið. Fram kemur í frétt Bloomberg að aldrei áður hafi mistekist svo oft að finna olíu í upphafi árs. Norðmenn byrjuðu að vinna olíu árið 1966.

Meðal fyrirtækja sem borað hafa í upphafi árs, og ekki fundið neitt, eru Statoil og Eni SpA. Olíufélög í landinu stefna að því að bora allt að 22 borholur í ár, samanborið við tólf í fyrra.