Síðan olía fannst í Norðursjó hefur kartöfluneysla í Noregu minnkað mikið, á sama tíma og kjötneysla hefur hækkað að því er Bloomberg fréttastofan hefur eftir hagstofu landsins.

Kartöfluneyslan hefur á tímabilinu farið úr 75 kílóum að meðaltali á mann niður í 27 kíló árið 2012. Ef horft er á tölurnar án þess að snakk eða franskar kartöflur séu meðtaldar er þetta um 22,1 kíló á mann. Það er þrem kílóum minna en árið 2009, og heilum 16 kílóum minna en árið 2001.

Árið 1954 nam kartöfluræktunin 1.400.000 tonnum en árið 2016 voru 363.200 tonn af kartöflum ræktuð í landinu. Það gerir þó 69 kíló á mann, svo umframmagnið nemur 47 kílóum á mann. Þess utan voru fluttar inn 60 þúsund tonn af kartöflum á síðasta ári, en mest var flutt inn af kartöflum árið 2012, þegar innflutningurinn nam 73 þúsund tonnum.

Á tímabilinu 1999 til 2009 jókst hrísgrjónaneyslan í landinu úr 2,4 kílóum á mann í 3,2 kóló, en pastaneyslan hefur aukist úr 3,7 kíló í 4,5 kíló á sama tímabili. Kjötneyslan hefur svo á árunum 1999 til 2012 aukist úr 45,1 í 50,8 kíló.