Norska króna hefur styrkst verulega og hefur gengi hennar gagnvart evrunni ekki áður verið sterkara . Því fylgja líka ánægjukeg tíðindi fyrir Norðmenn en í dag kostaði dönsk króna innan við eina króna norsku en það hefur ekki gerts frá árinu 2003.

Sem kunnugt er er danska krónan bundin við evruna með mjög þröngum vikmörkum þannig að hún er í reynd ígildi evru. Danir taka þessum tíðindum ekki fagnandi: „ Já, ég tók eftir þessu, já. Þetta er mikið áfall fyrir okkur Dani, þú mátt hafa það eftir mér,“ sagði Arne Lohmann Rasmussen, yfirmaður gjaldeyris- og hrávörumarkað hjá Danske Markets við norska vefmiðilinn e24.