Við Stórþingsgötu í Ósló stendur sendiráð Íslands í Noregi. Blaðamaður mælti sér mót við Gunnar Pálsson sem hefur verið sendiherra þar í rúm tvö ár. Talið berst strax að þeim Íslendingum sem flust hafa til Noregs eftir bankahrun, burt úr atvinnuleysinu á Íslandi og með vonir um betri lífskjör.

Áætlað er að fjöldi Íslendinga í Noregi hafi tvöfaldast frá bankahruni, árið 2008. „Ef við erum að tala um þá sem eru með fasta búsetu í Noregi núna, þá sýnist okkur að þeir séu einhvers staðar á milli átta og níu þúsund. Þeir skiptast nokkurn veginn þannig að þriðjungur býr á Ósló-svæðinu en tveir þriðju á landsbyggðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að þeir sem búi utan Óslóar séu einkum í norðurhluta Noregs og í Bergen.

Gunnar segir að fram að bankahruni hafi Íslendingar í Noregi verið á bilinu 3.500 til 4.000.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.