Norðmenn hverfa frá rammaáætlun um virkjanir. Þetta kemur fram í frétt á vef Orkustofnunar . Orkustofnun vísar í tilkynningu á vef Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE), þar sem fram kemur að norska Stórþingið (Stortinget), hefur tekið þá ákvörðun um að hverfa frá rammaáætlun um virkjanir (avvikle).

„Norska rammaáætlunin hefur verið fyrirmynd fyrir rammaáætlun un virkjanir og framkvæmd hennar á Íslandi. Fróðlegt er að skoða hverjar séu helstu ástæður þessara breytinga og hvernig breyttar vinnuaðferðir, mat og framkvæmd verði á þessu sviði í framtíðinni í Noregi,“ segir í frétt Orkustofnunar.

„Afnám rammaáætlunar verður að skoðast í samhengi við það að almenn þekking um umhverfismál í tengslum við vatnsföllin hefur orðið betri síðan áætluninni var komið á fót, meðal annars í gegnum vinnu með svæðisbundnar vatnaáætlanir í samræmi við vatnatilskipun Evrópu,“ segir í fréttatilkynningu NVE.