Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmings hlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Fyrirtækin munu sameina einstaka tækni til greiningar á markaðsupplýsingum og hagnýtra viðmiða fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Sameinuð tækni fyrirtækjanna mun veita viðskiptavinum aðgengi að rauntíma markaðsupplýsingum í sjávarútvegi. Upplýsingar um framboð, verðþróun og samanburð á gögnum. Með sameinaðri tækni og gagnagrunni Maritech og Sea Data Center mun verða til hátæknileg greiningartækni fyrir viðskipti með sjávarafurðir sem er einstök á markaðnum að því er sagt er í tilkynningunni.

Verður umboðsaðili Maritech á Íslandi

Fyrirtækin hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi þróun á búnaði og mun Sea Data Center verða umboðsaðili Maritech á Íslandi. Maritech er einnig sagt viðurkenndur frumkvöðull í hugbúnaðarlausnum tengdum sjávarútvegi.

Sea Data Center veitir alhliða markaðsupplýsingar um viðskipti með sjávarafurðir. Fyrirtækin tvö hafa tekið stefnumótandi ákvörðun um samstarf sem miðar að því að sameina tæknilausnir og þróa einstaka samanburðar- og greiningartækni fyrir
sjávarútvegsfyrirtæki.

Um kerfi fyrirtækjanna

Markaðsgögn sem tengjast sjávarafurðum koma í mismunandi formi og erfitt getur verið að greina markaðsupplýsingar og breytur sem geta haft mikil áhrif á verðmæti afurða. Ferlið við að greina þróun markaða fyrir ákvarðanatöku, verðlagningu og samkeppnisgreiningu í sjávarútvegi er bæði tímafrekt og flókið.

Sameinað kerfi Maritech og Sea Data Center veitir 360 gráða yfirsýn á nýjustu upplýsingar um hráefni, verð og markaðsþróun í sjávarútvegi. Með því að tengja greiningartækni Maritech við gagnagrunn Sea Data Center verður einfalt að kalla fram nýjustu markaðsupplýsingar í gegnum aðgengilegt viðmót Maritech Trading að því er segir í fréttatilkynningunni.

Sameinuð tækni gerir notendum auðvelt að framkvæma frammistöðumat, spár og áætlanir um þróun á verðlagningu gegnum upplýsingar sem kerfið veitir. Viðskiptavinir öðlast þannig tækifæri til að mynda samkeppnisforskot í samningum bæði við birgja og viðskiptavini.

Allt í einu kerfi

„Rannsóknir á nákvæmum markaðsupplýsingum og framboðsþróun sjávarafurða krefst flókinna tæknilegra
úrlausna,“ segir Janne T. Morstøl, forstjóri Maritech.

„Með samstarfinu við Sea Data Center, erum við bæði að samtvinna tæknilausnir og auka þjónustu okkar á Íslandi í gegnum Sea Data Center sem verður umboðsaðili okkar. Með okkar einstöku tækni og gagnagrunni getum við aðstoðað viðskiptavini okkar með hagræðingar í rekstri, áhættustýringu og rekstrarákvarðanir. Með því sameina gögn um löndunar-, viðskipta- og neytendavísitölu með eigin gögnum munu viðskiptavinir okkar geta séð og skilið raunveruleg verðmæti afurða sinna í samanburði við alþjóðlegar markaðsaðstæður. Sölukerfið greinir nýjar vörur, markaði og tækifæri, allt í einu kerfi. "

Greiningartækni Sea Data Center veitir upplýsingar um vörur og framboð einstakra sjávarafurða auk markaðsupplýsinga og þróun viðskiptaflæðis. „Starfsmenn okkar greina gögn frá fjölmörgum aðilum. Gagnagrunnur Sea Data Center gerir viðskiptavinum okkar kleift að gera samanburð á markaðsaðstæðum,“ segir Kjartan Ólafsson, stofnandi Sea Data Center.

„Greining upplýsinga er sífellt mikilvægari í viðskiptum með sjávarafurðir. Með því að innleiða gagnagrunn Sea Data Center að háþróuðum hugbúnaði Maritech öðlast viðskiptavinir okkar greiðan aðgang að nákvæmum upplýsingum og greiningum til ákvarðanatöku. Við erum spennt fyrir samstarfinu við Maritech sem mun opna ný tækifæri á markaðnum og betri þjónustu við viðskiptavini okkar.“

Um Maritech

Maritech er sagt leiðandi í þróun á hugbúnaði tengdum sjávarafurðum. Maritech er þekkt á markaðnum og hefur leitt
þróun á viðskiptahugbúnaði fyrir mörg stærstu fyrirtækin sem stunda viðskipti með sjávarafurðir. Hugbúnaðurinn
gerir viðskiptavinum Maritech tækifæri til að auka arðsemi, fjölga viðskiptatækifærum og á sama tíma veita yfirsýn
yfir stöðugar uppfærslur á sífelldum breytingum á regluverki í sjávarútvegi.

Um Sea Data Center

Sea Data Center býr yfir gagnagrunni sem safnar stefnumiðað markaðsupplýsingum sjávarafurða með tengingu við
upplýsingar frá ólíkum aðilum. Viðskiptavinir fá, á áskriftargrundvelli, lykilupplýsingar um framboð, afla og
nýtingu kvóta. Gagnagrunnurinn veitir daglega nýjustu upplýsingar um vöru- og smásöluverðsvísitölur, gjaldeyriog
þróun viðskipta á markaðnum. Rauntíma alhliða upplýsingar sem eru lykillinn að greiningum til upplýstra
ákvarðanatöku byggða á nákvæmustum markaðsupplýsingum.