Norski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti um 50 punkta og fer vaxtastig við það í 1,75%. Norska dagblaðið Aftenposten hefur eftir seðlabankastjóranum Jan F. Qvigstad bankann hafa vel getað lækkað stýrivexti í fleiri skrefum, um 25 punkta nú og aftur í mars á næsta ári. Hins vegar hafi hægt á hagkerfinu og því verið ákveðið að lækka vextina hraðar.

Þetta er meiri vaxtalækkun en hagfræðingar höfðu almennt reiknað með. Meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 25 punkta lækkun stýrivaxta.

„Við viljum koma í veg fyrir alvarlegan samdrátt í einkaneyslu, segir seðlabankastjórinn Qvigstad.

Til samanburðar hafa stýrivextir verið hækkaðir hér í tvígang og standa þeir í 4,75%.