Arnarlax, sem í sumar hóf laxeldi í Arnarfirði við Bíldudal, fékk á dögunum 50 milljónir norskra króna, eða um 900 millj- ónir króna, frá norskum fjárfestum. Arnarlax stefnir að því að fullvinna laxinn á Bíldudal. Fyrstu löxunum verður slátrað eftir um það bil ár, eða þegar þeir eru orðnir um 4 til 5 kíló að þyngd.

„Við fórum til Noregs fyrir skömmu til viðræðna við fjárfesta,“ segir Kristian Matthíasson, framkvæmdastjóri Arnarlax. „Fjárfestingarbankinn Arctic Securities í Ósló hafði milligöngu um málið og til að gera langa sögu stutta þá erum við búnir að tryggja okkur 50 milljónir norskra króna frá norskum fjárfestum. Arctic Securities er mjög stór á sínu sviði og hefur meðal annars unnið sem ráðgjafi fyrir Marine Harvest, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki heims.“

Kristian segir að þetta hafi mikla þýðingu fyrir Arnarlax.

„Þetta þýðir að við getum haldið okkar uppbyggingu áfram hérna fyrir vestan. Þetta sýnir líka að fjárfestar hafa trú á laxeldi á Íslandi.“

Í dag á norska félagið Kvitholmen 90% hlut í Arnarlaxi en feðgarnir Matthías Garðarsson og Kristian eiga 50% hlut í Kvitholmen. Kvit- holmen er síðan í eigu Salmus, og eiga feðgarnir 50% hlut í því félagi á móti þýska félaginu Clama.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .