Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian Air Shuttle er sagt veðja á að heimshagkerfið rétti úr kútnum eftir niðursveiflu enda hefur það pantað 222 nýjar þotur. Þetta eru einhver umsvifamestu flugvélakaup í sögunni.

Um er ræða kaup á 100 nýjum 737 MAX8-þotum, 100 A320neo frá Airbus og 22 Boeing 787-800. Kaupverðið nemur 21,5 milljörðum dala, jafnvirði tæpra 2.700 milljörðum íslenskra króna.

Kaup félagsins á Airbus-þotum er nýlunda hjá fyrirtækjum enda allar þotur fyrirtækisins frá Boeing.

Reuters-fréttastofan hefur eftir Björn Kjos, forstjóra Norwegian Air, að þeir muni standa sterkir eftir sem syndi á móti straumnum þegar í harðbakkann slær. Í samræmi við það sé rétt að kaupa nýjar flugvélar í kreppu.