Það eru ekki bara íslenskir ökumenn sem stynja undan háu verði á bensíni. Þannig fór verðið á bensíni hjá stærstu bensínkeðjunni í Noregi Statoil Fuel & Retail Norge í dag í 14,88 norskar krónur lítrinn fyrir 95 oktana bensíni en það samsvarar liðlega 317 íslenskum krónum.

Þar eins og hér tekur ríkið drjúgt til sín af verði hvers bensínlítra eða sjö norskra krónur eða um 147 krónur íslenskar.

Ástæðan er fyrst fremst síhækkandi verð fyrir olíu og bensín á heimsmarkaði að sögn upplýsingafulltrúa Statoil Fuel. Hann segir árásir á olíuleiðslur í Nígeríu og Sýrlandi og hertar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran skýra nýlegar hækkanir á heimsmarkaði. Þá hafi óvenju kalt veður í Evrópu átt sinn þátt í að þrýsta verðinu upp.