Stjórnvöld í Noregi verða að koma í veg fyrir að hækkandi olíuverð leiði til ofhitnunar í norska hagkerfinu, segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS). Sjóðurinn segir að aukinn útgjöld stjórnvalda muni leiða til aukins peningalegs aðhalds af hálfu seðlabankans.

Bloomberg fréttaveitan fjallar um stöðu Noregs í dag, sjötta stærsta olíuútflytjanda heims og annars ríkasta lands í heimi. Hækkandi olíuverð kemur vel við Norðmenn og stækkar digran olíusjóð sem nú er um 540 milljarðar dollara að stærð. Samkvæmt reglum er stjórnvöldum heimilt að nota 4% af sjóðinum á hverju ári. En 29% hækkun á olíuverði hækkar mögulega eyðslu norska ríkisins í norskum krónum talið, og því sendir AGS Norðmönnum varnarorð.

Meðal Evrópulanda er atvinnuleysið minnst í Noregi. Í mars sl. gaf Seðlabankinn í Noregi til kynna að stýrivextir verði hækkaðir í maí, til þess að koma í veg fyrir ofhitnun efnahagsins. Þá hefur Sigbjoern Johnsen, fjármálaráðherra landsins, sagt að hann muni draga úr útgjöldum og herða tökin til þess að minnka álag á seðlabankanum.