Norski olíusjóðurinn hefur orðið af 10,6 milljörðum norskra króna á síðastliðnum sjö árum. Þetta gera rúma 230 milljarða íslenskra króna, tæpa 33 milljarða á hverju ári frá árinu 2005. Þetta er vegna þeirra samfélagslega ábyrgu stefnu sjóðsins að fjárfesta ekki í fyrirtækjum á borð við tóbaksframleiðendur, námafyrirtækjum og vopnaframleiðendum.

Norski seðlabankinn hefur tekið upplýsingarnar saman og birti útreikninga sína.

Samkvæmt fréttum norska viðskiptamiðilsins E24 af málinu koma siðareglur olíusjóðsins, sem um árabil hefur verið kallaður eftirlaunasjóður Norðmanna, í veg fyrir að hann geti fjárfest í einum 55 fyrirtækjum.

Samkvæmt reglum sjóðsins er fjarri því að fáeinir einstaklingar stýri því hvar sjóðurinn fjárfestin. Þvert á móti fer tillaga að fjárfestingum í gegnum heilmikið ferli þar sem m.a. er metið hvort hver og ein fjárfesting brjóti í bága við fjárfestinga- og siðareglur.

Á meðal þeirra fyrirtækja sem olíusjóðurinn hefur hætt að fjárfesta frá því siðareglurnar voru teknar upp eru hlutabréf og skuldabréf fyrirtækja í Ísrael og tóbaksframleiðendur.