Þangað til fyrir stuttu var Norður-Kórea stór eyða þegar landinu var slegið upp á kortavef leitarvélarinnar Google. En ekki lengur. New Zealand Herald segir frá þessu í dag. Þetta eru tíðindi ef tekið er tillit til þess hve landið er lokað en N-Kórea leggur áherslu á efnahagslega einangrunarstefnu og gríðarlega persónudýrkun á leiðtoga þjóðarinnar.

Nú er landið sýnilegt og meiri upplýsingar er nú að fá um landið. Þó fá svæði í landinu séu skráð þannig að hægt sé að sjá eitthvað ákveðið má t.d. sjá hvar fanga- og vinnubúðir landsins eru en þær eru gráar að lit. Kjarnorkuver, skólar og aðrar ríkisbyggingar eru einnig sýnilegar í fyrsta sinn.