Stjórnvöld í Norður Kóreu skutu þrem flaugum út á hafið við austurströnd landsins í morgun. Flugu flaugarnar á milli 500 til 600 kílómetra út á hafið, en talið er að um sé að ræða hótun til Suður Kóreu, og bandamanna þess, Japans og Bandaríkjanna.

Eldflaugaskotin koma viku eftir að Suður Kórea og Bandaríkin völdu staðsetningu í Suður Kóreu til að setja upp eldflaugavarnarkerfi til að verjast mögulegum árásum úr norðri. Hafa stjórnvöld í Norður Kóreu hótað viðbrögðum þess vegna.