Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að þau hafi sprengt vetnissprengju klukkan 10 að staðartíma í morgun.

Yfirlýsingin stjórnvalda segir að þróun og sprenging vetnissprengjunnar sé liður í hernaðaráætlun stjórnvalda. Með vel heppnaðri sprengingu sé hægt að telja N-Kóreu meðal þróaðra kjarnorkuríkja. Einnig kemur fram að sprengingin hafi verið framkæmd í sjálfsvarnar hugleiðingum til að verja sjálfstæði þjóðarinnar gegn hótunum og kúgunum annarra ríkja sem séu undir stjórn Bandaríkjanna. Einniig er tekið fram að N-Kórea sé friðelskandi ríki og muni ekki beinta kjarnorkuvopnum nema í sjálfsvörn.

Jarðskjálftamælar greindu titring sem er talið að hafi verið af völdum sprengingar, en skjálftamiðjan mældist í norðaustur-hluta landsins.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðana hefur kallað til neyðarfundar vegna sprengingarinnar