Norður Kóreumenn minnast þess í dag að tvö ár eru liðin frá því að Kim Jong-il, fyrrverandi einræðisherra þar í landi, lést. Myndir frá Pyongyang sýna hvar þúsundir hermanna minnast Kim. Sonur hans Kim Jong-un erfði stöðu föður síns eftir að hann lést árið 2011.

Vika er liðin frá því að frændi Kim Jong-un, Chang Song-thaek, var tekinn af lífi. Það kom mörgum á óvart enda var frændinn álitinn vera lærifaðir Kims Jong-un. Chang var sakaður um margvíslega glæpi, meðal annars að hafa skipulagt valdabyltingu.

Ban Kim-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti mikilli furðu á aftökunni í ræðu sem  hann hélt í gær.

BBC greindi frá.