Verkefni fyrir á annan tug milljarða eru teikniborðinu hjá Norðuráli á Grundartanga. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi, og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári.

Þetta kemur fram á vefsíðu Norðuráls. Fyrirhugaðar framkvæmdir, sem auka framleiðslugetu um 30 til 50 þúsund tonn á ári að því gefnu að tilskilin leyfi fáist, hafa það að markmiði að auka samkeppnishæfni til lengri tíma, segir í tilkynningu Norðuráls. Stærstu verkþættir eru stækkun aðveitustöðvar og endurnýjun í skautsmiðju auk notkun stærri rafskauta.

„Heildar fjárfestingin hér á landi verður yfir 10 milljarða íslenskra króna, auk fjárfestingar móðurfélags Norðuráls í rafskautaverksmiðju, þannig að þetta er risavaxið verkefni sem tekur 5 ár að ljúka,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.

Frétt á vefsíðu Norðuráls .