Norðurál hefur skorað á Verkalýðsfélag Akraness að aflýsa yfirvinnubanni starfsmanna Norðuráls sem á að hefjast 1. september næstkomandi. Talið er að verkfallsréttur verkalýðsfélagsins sé háður takmörkunum. Meðal annars að ekki sé hægt að boða verkfalls fyrr en eftir þrjá mánuði frá því kjarasamningur rann út og eftir það þarf tilkynning þess efnis að berast með þriggja mánaða fyrirvara.

Þetta kemur fram í bréfi sem bars verkalýðsfélaginu sem barst frá lögmanni Samtaka atvinnulífsins.

VLFA hefur ákveðið að aflýsa yfirvinnubanninu og verkfallinu, sem bæði var samþykkt með 97% atkvæða, en verkfallið átti að hefjast 1. desember. Frá þessu er greint á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Sjá einnig: Boða til verkfalls hjá Norðuráli

Verkalýðsfélagið mun boða til nýrra kosninga, sem verða rafrænar, og ekki er gert ráð fyrir því að verkfallið frestist. Starfsmenn Norðuráls hafa verið samningslausir í nær níu mánuði.