Hagnaður Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga, nam á síðasta ári 8 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 9,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki á Íslandi. Þar segir að velta félagsins hafi numið 55,3 milljörðum króna á árinu.

Í Viðskiptablaðinu í síðustu viku var fjallað um hagnað álveranna hér á landi. Hagnaður Alcoa á Íslandi, sem rekur álverið á Reyðarfirði, nam um 11,7 milljörðum króna og hagnaður Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, nam um 6,6 milljörðum króna. Samanlagður hagnaður álveranna þriggja nam því um 28 milljörðum króna.