Norðurál á Grundartanga hefur tekið í notkun nýtt skráningar- og áætlunarkerfi fyrir framleiðslu fyrirtækisins. Kerfið var þróað af Advania í samvinnu við starfsmenn Norðuráls. Það heldur utan um framleiðsluferli álversins allt frá rafgreiningu, steypu og pökkun til gámahleðslu og útskipunar. Kerfið er í gangi allan sólarhringinn alla daga ársins og stór hluti starfsfólks í framleiðsludeildum Norðuráls notar það við dagleg störf.

Í tilkynningu er haft eftir Ragnari Guðmundssyni, forstjóra Norðuráls, að Advania hafi unnið ýmis verkefni af þessu tagi fyrir álver og iðnfyrirtæki í gegnum árin og hafi Norðurál miklar væntingar til nýja kerfisins.