Skrifað var undir nýja kjarasamninga við starfsmenn Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga í kvöld. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness greinir frá þessu á Facebook.

Samningar höfðu verið lausir í tíu mánuði en boðað hafði verið til verkfallsaðgerða 1. desember ef samningar næðust ekki.

„Rétt í þessu skrifuðum við undir nýjan kjarasamning við Norðurál eftir afar langa og strangar samningaviðræður sem hafa staðið yfir í hartnær 10 mánuði. Ég er afar sáttur með niðurstöðuna, en okkar helsta markmið tókst sem var að tryggja okkar fólki sömu launabreytingar og Lífskjarasamningurinn kvað á um," segir Vilhjálmur.

Samningurinn gildi afturvirkt frá 1. janúar 2020 sem þýði að vaktamenn muni eiga rétt á greiðslu vegna afturvirkninnar sem nemur um 6,9% af heildarlaunum frá 1. janúar 2020. Upphæðin í sumum tilfellum numið um 500 þúsund krónum.

Heildarlaun vaktavinnumanns á byrjandataxta muni nema 686 þúsund á mánuði og er hann að hækka um 43 þúsund á mánuði. „Heildarlaun vaktavinnumanns með öllu sem er á 10 ára launataxta mun nema eftir nýjan kjarasamning 825.000 þúsundum og er hann að hækka um 52.000 þúsund á mánuði," segir Vilhjálmur.

Rétt í þessu skrifuðum við undir nýjan kjarasamning við Norðurál eftir afar langa og strangar samningaviðræður sem hafa...

Posted by Vilhjálmur Birgisson on Tuesday, 13 October 2020