Norðurál og VHE hafa gert með sér samning sem felur í sér að VHE tekur að sér að sérhanna vélar og búnað fyrir skautsmiðju Norðuráls; færibönd, kragavél, kragafylli, áfyllibúnað kraga, breytingar á hengibrautum o.fl. Verkið felur í sér hönnun vél og rafbúnaðar, smíði allra véla, flutning, uppsetningu, prófanir og gangsetningu alls búnaðar.

„Um er að ræða einn lið í fimm ára fjárfestingarverkefni Norðuráls á Grundartanga þar sem markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári. Heildarkostnaður við verkefnið verður á annan tug milljarða íslenskra króna. Auk umfangsmikillar endurnýjunar í skautsmiðju í samvinnu við VHE eru stærstu verkþættirnir stækkun aðveitustöðvar og notkun stærri rafskauta,“ segir Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga.

VHE hefur í áratugi hannað, smíðað og þjónustað búnað fyrir stóriðju á Íslandi og erlendis. Þannig er búnaður sem hannaður hefur verið af VHE notaður í álverum í um 30 löndum.