*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 28. maí 2013 13:47

Norðurál þarf að greiða HS Orku 175 milljónir

HS Orka bar sigur úr býtum í deilu sinni við Norðurál um túlkun orkukaupasamnings en gerðardómur hefur úrskurðað í málinu.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Samkvæmt úrskurði gerðardóms skal Norðurál Grundartangi greiða HS Orku um 1,4 milljónir dala, andvirði um 175 milljónir króna, í skaðabætur fyrir þá orku sem álverið á Grundartanga tók ekki en var samningsbundið til að taka.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að þessi sala hafi verið tekjufærð mánaðarlega í bækur HS Orku og hefur því ekki áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækisins. Deilt var um magn orku sem Norðurál hefur keypt frá 1. október 2011.

Í tilkynningunni segir einnig að úrskurður gerðardómsins leiði einnig til þess að til slíkrar skerðingar á orkukaupum geti ekki komið í framtíðinni.

Stikkorð: Norðurál HS Orka