Framlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem hlutfall af heildartekjum þeirra hefur aukist um 40% síðastliðinn áratug. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga var stofnaður árið 1937. Hlutverk hans er að draga úr fjárhagslegum aðstöðumun sveitarfélaga og gera þeim kleift að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Samkvæmt reglugerð um sjóðinn fær hann 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs auk hlutfalls af útsvarsstofni og hlutdeildar í útsvarstekjum.

Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem hlutfall af heildartekjum þeirra hafa aukist úr 6,7% í 9,5% síðastliðinn áratug. Heildarframlög sjóðsins á síðasta ári voru 35 milljarðar króna. Á síðasta ári greiddi sjóðurinn 292 þúsund krónur á hvern íbúa á Norðurlandi vestra og 281 þúsund krónur á íbúa á Vestfjörðum. Hins vegar greiddi sjóðurinn aðeins 62 þúsund krónur á íbúa á höfuðborgarsvæðinu.