Boeing 757 farþegaþotu Icelandair, sem máluð hefur verið í norðurljósalitum, verður flogið útsýnisflugi yfir Reykjavík laust eftir kl. 17:00 í dag.

Útsýnisflugið verður meðal annars nýtt til þess að ná góðum myndum af flugvélinni á flugi yfir Reykjavík til nota í kynningarskyni á alþjóðamarkaði. Um borð verða um 20 fulltrúar fjölmiðla frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum en einnig stór hópur fyrrverandi starfsmanna Icelandair sem boðið var til útsýnisflugsins.

Hekla Aurora er þó ekki aðeins prýdd norðurljósunum að utan, heldur hefur norðurljósalýsingu einnig verið komið fyrir í farrýmum hennar, líkt og sjá má á þessari mynd:

© Aðsend mynd (AÐSEND)