Búið er að leigja út allar hæðirnar í Norðurturninum við Smáralind. Reginn leigir fyrstu tvær hæðir hússins, en þaðan verður innangengt í Smáralind. LS Retail mun leigja elleftu til fimmtándu hæð hússins og hugbúnaðarfyrirtækið Annata verður á tíundu hæð.

Loks var tilkynnt um það um síðustu helgi að Íslandsbanki hyggðist flytja höfuðstöðvar sínar í turninn í haust. Höfuðstöðvar Íslandsbanka verða á þriðju til níundu hæð og auk þess mun bankinn opna útibú á fyrstu hæð.

Félagið Nýr Norðurturn hf. á og rekur turninn. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Nýs Norðurturns, segir að verið sé að klára sameignina og vinna í innréttingum. Í maí mun fyrsti leigutakinn flytja í húsið, en það er LS Retail. Ríkharð býst við að opnað verði á milli Smáralindar og Norðurturnsins í maí eða júní.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Skeljungur ætlar á markað.
  • Úttekt á námslánum frá LÍN.
  • Skiptum er lokið á þrotabúi Glaums.
  • Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir Óttar Guðjónsson misskilja peningastefnuna.
  • Landsbankinn hefur verið dæmdur til að endurgreiða ógilt skuldabréf.
  • Kröfur í þrotabú Baugsfélags námu 17 milljörðum króna.
  • Fjórða kynslóð RAV4 jepplingsins prufukeyrð.
  • Engin ákvörðun hefur verið tekin um sumarþing á Alþingi.
  • Svipmynd af Hildi Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Rafarnarins.
  • Ítarlegt viðtal við Sigurð Pál Hauksson, forstjóra Deloitte.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um forsetaframboð.
  • Óðinn fjallar um sykursamsæri.