Greiningarfyrirtækið CMA Datavision telur að Noregur sé besti skuldarinn meðal ríkja heims. Er þetta annað árið í röð sem Noregur trónir á toppnum.

Samkvæmt greiningarfyrirtækinu eru aðeins 2,1% líkur á greiðslufalli hjá Norðmönnum á næstu fimm árum.

Listi yfir 10 bestu skuldara heims og líkunum á greiðslufalli þeirra næstu fimm árin:

  1. Noregur 2,1%
  2. Finnland 3,0%
  3. Svíþjóð 3,0%
  4. Sviss 3,6%
  5. Bandaríkin 3,6%
  6. Hong Kong 3,9%
  7. Danmörk 4,0%
  8. Ástralía 4,4%
  9. Þýskaland 5,2%
  10. Saudi Arabía 5,2%