Rússneski námurisinn Norilsk Nickel hefur hækkað tilboð sitt í kanadíska nikkelframleiðandann LionOre Mining International og býður nú 27,5 kandadíska dali á hlut, sem metur fyrirtækið á tæplega 390 milljarða króna. Tilboðið er tíu prósent hærra en útistandandi yfirtökutilboð svissneska fyrirtækisins Xstrata PLC, en stjórn LionOre mælti með tilboði Xstrata við hluthafa í síðustu viku. Tilboðið er einnig 28% hærra en fyrra tilboð Norilsk, sem lagt var fram í byrjun maí.