Norlandair flýgur til Grænlands í vetur. Flugfélagið hefur flogið beint til Nerlerit Inaat við Scoresbysund á austurströnd Grænlands einu sinni til tvisvar í viku síðan á fyrri hluta ársins. Það hefur gefist vel og er nú búið að ákveða að fljúga þangað áfram í vetur.

Friðrik Adolfsson, framkvæmdastjóri Norlandair, segir í samtali við Vikudag á Akureyri að umsvif flugfélagsins séu mikil á Grænlandi en um 90% af tekjurnum komi nú þaðan.