Flugfélagið Norlandair hefur valið Nýherja til þess að annast rekstur á upplýsingatæknikerfum félagsins. Norlandair, sem má rekja allt aftur til ársins 1974, annast áætlunarflug innanlands frá Akureyri til Þórshafnar, Vopnafjarðar og Grímseyjar ásamt áætlunar- og leiguflugi til Grænlands.

„Hlutverk Nýherja felst í því að veita fyrirtækjum þjónustu í upplýsingatækni með hraða, lipurð og frumkvæði að leiðarljósi. Við viljum koma til móts við áherslur og þarfir viðskiptavina okkar, eins og Norlandair, á hagkvæman hátt; draga úr fjárbindingu þeirra á upplýsingatæknibúnaði og tryggja að kostnaður sé ávallt fastur og fyrirsjáanlegur,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja í tilkynningu.