Norðlenska hefur gefið út nýja verðskrá fyrir sauðfjárafurðir í haust.

Hækkun frá verðskrá 2007 nemur 18,3% á alla flokka nema DR 3, sem hækkar að auki um 5 krónur eða 19,8%.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins.

Þar segir að meðaltalshækkun á verðskrá til innleggjenda sem eru með viðskiptasamninga við Norðlenska frá verðskrá síðasta árs er 18,6%.

Verð á fullorðnu er óbreytt frá fyrri verðskrá í haust, en hækkunin er 15% frá verðskrá 2007. Útflutningsverð er það sama og áður, eða 305 kr/kg, sem er 28,6% hækkun.

Ný verðskrá er afturvirk fyrir sauðfjárslátrun Norðlenska í ágúst sl. og verðskráin miðast við að sama fyrirkomulag verði á vaxta- og geymslugjöldum og áður.