Gengið hefur verið frá yfirtöku Norðlenska á slátrun á Höfn í Hornafirði í haust af Sláturfélaginu Búa. Ástæðan er sú að Byggðastofnun neitar að veita sláturhúsum í landinu ábyrgð fyrir afurðalánum. Þar með gat Búi ekki hafið slátrun og allt stefndi í strand með slátrun á Höfn. Hins vegar mun Búi sjá um slátrunina sem verktaki hjá Norðlenska en gert er ráð fyrir að þarna verði slátrað um 26 þúsund fjár í haust. Þeir bændur sem láta slátra sínu fé í Hornafirði leggja því inn hjá Norðlenska.

Í frétt á heimasíðu Bændasamtakanna kemur fram að þeim mun einnig bjóðast að gerast aðilar að Búsæld, sem er stærsti hluthafinn í Norðlenska, og þar með eignararaðilar í Norðlenska með sömu skilmálum og bændur á Norðurlandi.