Norðmaðurinn Jarle Bergo verður bankastjóri Seðlabanka Íslands eftir að núverandi bankastjórar láta af störfum. Þetta er fullyrt í frétt Aftenposten í dag, sem birt er á vefnum e24.no.

Bergo hefur langa reynslu úr norska seðlabankanum þar sem hann var aðstoðarseðlabankastjóri og tók þátt í að ákvarða stýrivexti. Hann starfar nú hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.