Tveir Norðmenn voru í síðasta mánuði ákærðir fyrir fjársvik í kolefnisviðskiptum. Frá því er sagt í markaðsfréttum Kolku, ráðgjafafyrirtækis á kolefnismarkaði. Þar segir að áður hafi fimm manns verið ákærðir í Noregi fyrir svik er snúa að viðskiptum á markaði með losunarheimildir kolefnis.

Þeir sem ákærðir voru í síðasta mánuði er gefið að sök að hafa stolið kolefnisheimildum og komið í verð. Einnig eru þeir grunaðir um skattsvik, þar sem ekki var greiddur virðisaukaskattur af sölunni. Verðmæti stuldsins er yfir 500 milljónir norskra króna. Í markaðsfréttum Kolku segir að skattsvik tengd kolefnisheimildum hafi færst í vöxt víða um Evrópu, þar sem söluðili innheimtir virðisaukaskatt en greiðir hann ekki til yfirvalda.