Norski seðlabankinn, sem stýrir fjárfestingum olíusjóðs Norðmanna, hefur tilkynnt um kaup á 1,12% eignahlut í spænska bankarisanum Banco Santander.

Spænski bankinn er sá stærsti á evrusvæðinu miðað við markaðsverð.

Gengi hlutabréfa bankans var í 11,66 evrum í gær og miðað við það er verðmæti hlutar Norðmanna 811,5 milljónir evra