Norðmenn eru heldur betur að vakna upp við það að Evrópusambandsumsókn er svo sannarlega á dagskránni á Íslandi.

Norsku dagblöðin slá þessu upp á forsíðum hjá sér í dag.

Þannig hefur norski Dagsavisen það eftir Jonas Gahr Störe utarríkismálaráðherra Noregs að þetta muni hafa veruleg áhrif á norska umræðu um Evrópusambandið.

Klassekampen slær því upp að Ísland verði klárt í janúar og fullyrðir að Evrópusambandsumsókn liggi tilbúinn hjá íslenskum stjórnvöldum.