Norska ríkisstjórnin leggur nú drög að því að lána Íslandi fjármagn.

Aftenposten hefur þetta eftir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs í dag en í samtali við Aftenposten segir Stoltenberg að þá sé „sjálfsagður hlutur“ að hjálpa norrænni frændþjóð í vanda.

Þá kemur fram í frétt Aftenposten að líkast til muni Seðlabanki Noregs, Norges Bank auka lánalínu sína til Íslands en eins og kunnugt er hefur Seðlabanki Íslands þegar fengið 400 milljónir evra að láni frá Noregi.

Aftenposten hefur eftir Stoltenberg að hann vilji frekar að Norðurlandaþjóðirnar grípi inn í aðstæður á Íslandi en að Íslendingar taki lán hjá Rússum eins og til stendur.