Bankar á Norðurlöndunum hafa valdið vonbrirgðun og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Evrópska banka að mati greiningarfyrirtækisins  SNL Financial.

SNL segja að áreiðanleiki hafi alltaf verið styrkleiki banka á Norðurlöndunum en nýjar tölur um afkomu bankanna fyrir þriðja ársfjórðung líti mjög illa út. Tekjur og hagnaður hjá mörgum af stærstu bönkunum Norðurlandanna, Nordea Bank AB, Swedbank AB, og Skandinaviska Enskilda Banken AB lækkuðu mjög mikið.

Rekstrartekjur Nordea lækkuðu mest af bönkunum eða um rúmlega 18%, tekjulækkun milli ára hjá hinum bönkunum var á milli 10% og 18%.

„Norrænir bankar eru kanarífuglinn í kolanámunni. Þriðji ársfjórðungur sýnir hversu viðkvæmir bankarnir eru,“ segir sérfræðingur hjá  Berenberg bankanum. Fáir bankar innan Evrópu standa sig þó jafn vel og Norrænu bankarnir að sögn Edward Firth, sérfræðings hjá Macquarie en hann segir að slæmt gengi banka á Norðurlöndunum sé áhyggju efni fyrir aðra banka Evrópu sem séu ekki jafn hagkvæmir.

Norrænir bankar eru að með mun lægri nettó vaxtamun heldur en t.d. bankar í Bretlandi, Norrænir bankar eru almennt um 150 punkta meðan t.d. breski bankinn Lloyds er með 260 punkta nettó vaxtamun.