Í Noregi eru dagblöð og vefmiðlar eru dagblöð og vefmiðlir styrktir um 313 milljónir norskra króna, í ár um 4,2 milljarða íslenskra króna, af noskra ríkinu. Virðisaukaskattur af áskriftargjöldum hefur einnig verið felldur niður. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, bendir hins vegar á að á Íslandi séu áskriftargjöld minni hluti af tekjum fjölmiðla en á Norðurlöndunum þar sem fríblöð og netmiðlar án áskriftargjalds séu mun stærri hluti markaðarins hér.

Þá hafi nýlegar skýrslur í Noregi og Svíþjóð um þarlenda fjölmiðlamarkaði lagt áherslu á að víkka út ríkisstyrkina enn frekar þannig að þeir nái í auknum mæli til netmiðla og styrkupphæðirnar verði hækkaðar.

Í Noregi hafi jafnframt verið lagt til að tryggingagjald fjölmiðla verði tímabundið fellt niður. Hér á landi nemur tryggingagjaldið 6,85% af öllum launum, sem jafnan er stærsti kostnaðarliður fjölmiðlafyrirtækja sem flestir hafa verið reknir með tapi að undanförnu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .