Gengi norsku og sænsku krónanna mun veikjast á næsta ári, að mati sérfræðinga hjá norræna risabankanum Nordea.

Danska viðskiptadagblaðið Börsen hefur eftir sérfræðingum að gengi gjaldmiðlanna hafi verið nokkuð stöðugt síðustu daga og sumir talið það vísbendingu um styrkingu. Það mun ekki verða raunin á nýju ári, að mati sérfræðinganna.