Samtök norrænna tölvuleikjaframleiðenda voru stofnuð í Reykjavík í vikunni og var stofnsamningurinn undirritaður í Ráðhúsi Reykjavíkur af formönnum leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Formaður íslensku samtakanna IGI, Jónas Björgvin Antonsson, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands.

Um 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum og hjá þeim starfa ríflega 4.000 manns. Árleg velta fyrirtækjanna nemur um 360 milljónum evra, andvirði um 57,6 milljarða íslenskra króna.

Nordic Game Institute - Undirritun í ráðhúsinu
Nordic Game Institute - Undirritun í ráðhúsinu
© BIG (VB MYND/BIG)

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, ávarpaði viðstadda.

Nordic Game Institute - Undirritun í ráðhúsinu
Nordic Game Institute - Undirritun í ráðhúsinu
© BIG (VB MYND/BIG)

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnaði stofnun samtakanna.