Flestöll stærstu fjármálafyrirtæki og tryggingafélög Norðurlanda ætla að auka arðgreiðslur á milli ára samfara auknum hagnaði og bættri arðsemi, að því er kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar.

Stjórn DnB NOR leggur til að greiddar verði 4 norskar krónur á hlut sem myndi þýða 129% aukningu milli ára. Þá ætlar Storebrand að greiða arð í fyrsta skipti frá 2008 sem verður 1,1 króna á hlut. SEB leggur til 1,5 krónur á hlut sem er helmingsauking frá fyrra ári. Arður á hlut mun aukast um 12,5% í tilfelli Handelsbanken, um 16% hjá Nordea og 15% hjá Sampo.

Þá kemur einnig fram í Morgunpósti IFS að Danske Bank sé eina stóra fjármálafyrirtækið á Norðurlöndum sem hyggst ekki greiða út arð fyrir árið 2010.