Hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum hafa lækkað það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Euroland. Danska kauphallarvísitalan OMXC hefur lækkað um 1,90% og er 457,3 stig, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1,43% og er 398,24 stig og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,06% og er 400 stig.

Viðskiptablaðið ritaði frétt um þetta klukkan hálf tíu í morgun og þá var staðan þannig að danska kauphallarvísitalan OMXC hafði lækkað um 1,61% og er 458,6 stig, norska vísitalan OBX hafði lækkað um 1,48% og er 398 stig og sænska vísitalan OMXS hafði lækkað um 0,64% og er 401,8 stig.

Í gær lækkaði hlutabréfaverð í Norðurlöndunum í kjölfarið á ótta við verðbólgu og vaxtahækkanir, samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu DowJones. Einnig var orðrómur á markaði um ansi svarta skýrslu frá Morgan Stanley.

Íslenskir fjárfestar eiga töluvert undir sér á norrænum hlutabréfamörkuðum og hefur þetta mest áhrif á FL Group sem lækkaði um 2% í gær, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis, Straum Burðarás sem lækkaði um 0,5% og íslensku viðskiptabankana.

Í gær lækkaði sænska kauphallarvísitalan lækkaði um 3,8% í gær, norska vístalan OBX lækkaði um 1,3% og stóð í 405 stigum og íslenska Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% og lauk dagsverki sínu í 8.039 stigum, samkvæmt upplýsingum frá M5.