Aðstoðarráðherra kínverska fjármálaráðuneytisins, Li Yong, og framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingabankans (NIB), Johnny Åkerholm, hafa undirritað samninga um lánveitingu bankans til Kínverja. Samningarnir kveða á um lánveitingu upp á samtals 200 milljónir Bandaríkjadala til að fjármagna ýmis verkefni.

NIB hefur haft virka starfsemi í Kína í meira en tvo áratugi. Bankinn hefur tekið þátt í að fjármagna meira en 200 verkefni á ýmsum sviðum víðs vegar um Kína, t.d. verkefni sem varða umhverfisvernd, orkunýtingu, heilbrigðisþjónustu, landbúnað, þróun frumstæðra héraða og menntun. Kína er stærsti lántakandi NIB utan aðildarlanda bankans.

Í fréttatilkynningu frá NIB er haft eftir Johnny Åkerholm að NIB sé nú að einbeita sér að lykillöndum á borð við Kína í auknum mæli. Hvað verkefnin sem eru fjármögnuð varðar vandi NIB valið á þeim vel.