Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa farið vel af stað árið 2007 og horfur eru áfram góðar, segir greiningardeild Landsbankans.

"Spár gera ráð fyrir að hagvöxtur haldi áfram að aukast, atvinnuleysi hefur farið minnkandi og ráðstöfunartekjur heimilanna hafa aukist í kjölfar launahækkana og skattalækkana. Þrátt fyrir metháar arðgreiðslur í apríl gerum við ekki ráð fyrir miklum breytingum á hlutabréfamörkuðum," segir greiningardeildin.

Norrænar úrvalsvísitölur hafa hækkað frá 6% til 18% og vinninginn hefur ICEX 15, eða OMX I15 eins og hún kallast nú, að sögn greiningardeildarinnar. Sænska OMX S30 hefur hækkað um 6,3%, danska OMX C20 um 7%, norska OBX um 4% og finnska OMX H25 um 7,8%.

Í gær verða félög sem eru skráð í Kauphöll Íslands hluti af norrænu OMX vísitölunum, þar sem þau verða flokkuð eftir markaðsvirði og atvinnugeirum, að sögn greiningardeildarinnar.