Samstarf norrænna lögregluliða í baráttunni við ofbeldi gegn börnum, sérstaklega tengt netinu, er eitt af því sem hæst ber á árlegum fundi ríkislögreglustjóra Norðurlandanna sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Á fundinum er einnig fjallað  um möguleika á nánari samvinnu lögregluliða í tæknimálum, til dæmis varðandi fingraför og DNA upplýsingar.

Ríkislögreglustjórarnir fjalla einnig um  norræna hryðjuverkaæfingu, sem haldin verður síðar á þessu ári, undir forystu Íslendinga, og sömuleiðis endurskipulagningu lögreglunnar á Norðurlöndum.