Norrænu hagkerfin munu vaxa hratt í ár, að Íslandi frátöldu og eru horfur ?allgóðar? í löndunum, er mat greiningardeildar Glitnis í nýrri skýrslu.

?Á þessu ári teljum við að norska hagkerfið muni vaxa um 4,5%, finnska hagkerfið um 4,1%, sænska hagkerfið um 3,8% og íslenska hagkerfið um 1,5%. Á næsta ári mun hægja á hagvexti í þessum hagkerfum að íslenska hagkerfinu undanskildu þar sem við spáum því að hagvöxturinn verði 3,5%. Horfur virðast þó allgóðar í öllum löndunum sem skýrslan tekur til,? segir greiningardeildin.